Select Page

Við trúum á mátt sögunnar

 

Frá hugmynd til myndar – við hjálpum viðskiptavinum okkar að segja sínar sögur með myndum, upplifunarsýningum og sérverkefnum í kvikmyndagerð.

Auglýsingar

Fyrirtækjamyndir

Kennslumyndbönd

Upplifunarsýningar

Sjónvarpsþættir

Kvikmyndir

Auglýsingar

Við framleiðum auglýsingar í samstarfi við auglýsingastofur og vinnum einnig mikið með vinum okkar hjá Skot.

 

Fyrirtækjamyndir

Við komum flóknu efni til skila á einfaldan hátt. Mikil reynsla af innri markaðssetningu, gerð kynningarmynda og þjálfunarmyndbanda fyrir fyrirtæki.

Leikið efni

Við höfum komið að gerð sjónvarpsþátta og kvikmynda í ólíkum hlutverkum, allt frá leikstjórn yfir í ráðgjöf eða tökustaðaleit.

Handritsgerð

Sagan byrjar á síðunni. Við vinnum handrit fyrir allt frá auglýsingum upp i alþjóðlegar sjónvarpsþáttaseríur.

VIÐSKIPTAVINIR

Um okkur

Við erum svo lánssöm að hafa aðgang að tökuliði á heimsmælikvarða en aðalhlutverk Creature eru í höndum Brynju og Guðjóns.

Brynja er handritshöfundur og kvikmyndagerðarkona með víðtæka reynslu úr fjölmiðlum og atvinnulífinu. Frumraun hennar, sænski scifi- tryllirinn VAKA var keypt af Amazon MGM Studios og bíður frumsýningar. Sjónvarp Símans tryggði sér réttinn af næsta verki sem er í þróun sem stendur.

Guðjón hefur starfað sem leikstjóri í yfir 20 ár og á þeim tíma leikstýrt auglýsingum, heimildarmyndum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Gott auga fyrir smáatriðum og næmni fyrir kvikmyndatöku eru hans aðalsmerki. Guðjón hefur einnig verið eftirsóttur umsjónarmaður með myndbrellum.

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

AUGLÝSINGAR

Þegar þú hefur 60, 30 eða jafnvel aðeins 15 sekúndur til þess að grípa athygli áhorfandans, þá skipta smáatriðin öllu máli. Okkar uppáhalds verkefni verða til þegar hljóð, mynd og vörumerki sameinast til þess að koma sögunni á framfæri. Við framleiðum auglýsingar í góðu samstarfi við auglýsingastofur og vinnum einnig mikið með vinum okkar hjá Skot.

VERÐLAUN

FYRIRTÆKJAMYNDIR

Í mörgum tilfellum geta lifandi myndir einfaldað stjórnendum að koma skýrum skilaboðum á framfæri, hvort sem það er innanhúss eða í B2B samskiptum. Þetta á sérstaklega við fyrirtæki í flókinni starfsemi sem almenningur þekkir lítið. Við höfum mikla reynslu af hvers kyns kynningarmyndum, kennslumyndböndum, innanhússmarkaðssetningu og sýningarefni og leggjum sama metnaðinn í öll verkefni, sama hvort til stendur að sýna einni manneskju afraksturinn í fundarherbergi eða hundrað manns í stórum ráðstefnusal.

Fyrirtækjamyndir

Öflug kynning á starfsemi og fyrirtækjamenningu er lykilatriði í sölu milli fyrirtækja og gefur haft jákvæð áhrif á vörumerkjavitund almennings.

EXPO myndir

Myndefni sem þarf að grípa athygli sýningargesta hratt og vel.

Kennslu myndir

Lifandi myndefni er frábær leið til þess að þjálfa starfsfólk og um leið kynna það fyrir gildum og vörumerki fyrirtækisins.

 

KVIKMYNDAGERÐ

Guðjón tekur að sér stöður í tökuliði hjá öðrum framleiðslum.

2nd UNIT Director

Guðjón hefur tekið stöðu 2nd UNIT Director í 4 sjónvarps seríum og einni kvikmynd. Stýrir þá sérhæfðu tökuliði til að leysa tökur sem borgar sig að gera utan aðal tökuliðs.

CAR Process

Við höfum tekið að okkur umsjón með bíla senum fyrir leikna sjónvarpsþætti. Ferlið felur í sér að kvikmynda bakgrunns umhverfi og hafa yfirumsjón með ferli í kringum stúdíó tökur.

VFX Supervision

Guðjón hefur tekið að sér umsjón með mynd brellum samhliða leikstjórn fyrir nokkur verkefni.

 

UPPLIFUNARSÝNINGAR

The Volcano Express er nýjasta upplifunarsýningarverkefnið sem við tókum þátt í. Sýningin opnaði 2025 í Hörpu. Guðjón leikstýrði myndinni ásamt því að koma að handritsgerð og forritun á hreyfi kerfum í sýningarsalnum.

Önnur upplifunarverkefni eru í vinnslu.

Hafðu samband…